Það er varla til betri leið til að hlaða batteríin en að dýfa sér í heitu pottana okkar, synda nokkrar ferðir í 12 metra langri sundlauginni eða slaka á í öllum vöðvum líkamans í saununni. Baðsvæðið er opið allan ársins hring (á opnunartíma) og þaðan er hægt að njóta fagurs útsýnisins í miðnætursólinni eða fylgjast með norðurljósunum dansa á svörtum vetrarhimninum.
Allt heitt vatn á baðsvæðinu okkar kemur úr okkar eigin borholu.
Frost og funi stendur við bakka Varmár og er áin helsta kennileiti hótelsins, enda er útsýni yfir hana úr flestum herbergjum og af veitingastað og baðsvæði hótelsins. Það er ekki bara fegurð Varmár sem gerir hana einstaka heldur er hún ein af fáum ám á Íslandi sem hægt er að baða sig í (án þess að frjósa úr kulda)! Heitt vatn úr hverum og laugum rennur í ána þannig að hitastig hennar er yfirleitt um 18°C á sumrin.