Hótelið
Hönnunarhótel · Einstök upplifun
Hótel Frost & Funi er staðsett rétt fyrir ofan Hveragerði, við bakka hinnar lygnu Varmár. Gestir njóta fyrsta flokks þæginda, fá aðgang að sundlaug og heitum böðum og geta gert vel við sig í mat og drykk á veitingastað hótelsins. Hótelið er umlukið hverum og einstakri náttúrufegurð hvert sem litið er. Þar er tilvalið að slaka á með ástvinum og fjölskyldu, þétta vinahópinn eða efla liðsandann meðal vinnufélaga, enda er hótelið vel staðsett fyrir hverskyns fundi, brúðkaup eða veislur.

Stimplaðu þig út úr ysi og þys hversdagsins á Frosti & Funa
Morgunverður
Morgunverðurinn á Hótel Frosti & Funa er borinn fram á veitingahúsinu og er megináherslan lögð á íslenskt hráefni, íslenskar matarhefðir og að versla beint við bændur sem bjóða það allra besta. Meðal þess sem má finna á morgunverðarhlaðborðinu er hverabrauð sem er bakað í næsta nágrenni, reyktur silungur sem við fáum að norðan, egg frá íslenskum landnámshænum og aðrar lífrænar landbúnaðarafurðir úr héraði.
Nánari upplýsingar

Heitir pottar, sauna og sundlaug

Það er varla til betri leið til að hlaða batteríin en að dýfa sér í heitu pottana okkar, synda nokkrar ferðir í 12 metra langri sundlauginni eða slaka á í öllum vöðvum líkamans í saununni. Baðsvæðið er opið allan ársins hring (á opnunartíma) og þaðan er hægt að njóta fagurs útsýnisins í miðnætursólinni eða fylgjast með norðurljósunum dansa á svörtum vetrarhimninum.

Allt heitt vatn á baðsvæðinu okkar kemur úr okkar eigin borholu.

Varmá

Frost og funi stendur við bakka Varmár og er áin helsta kennileiti hótelsins, enda er útsýni yfir hana úr flestum herbergjum og af veitingastað og baðsvæði hótelsins. Það er ekki bara fegurð Varmár sem gerir hana einstaka heldur er hún ein af fáum ám á Íslandi sem hægt er að baða sig í (án þess að frjósa úr kulda)! Heitt vatn úr hverum og laugum rennur í ána þannig að hitastig hennar er yfirleitt um 18°C á sumrin.

Umsagnir af TripAdvisor

We stayed at this hotel for 2 nights in January and absolutely loved our stay. The hotel is located in a ravine, which separates it from the little town Hveragerthi and allows you to feel alone with nature. The hot spring powered jacuzzi and sauna facilities are immaculately clean and perfect for relaxing after a day out exploring.
Queensgirl
January 2019
We loved our stay here and were enchanted with Hveragerði and surrounding area. We had Room 9 which was very comfortable with a gorgeous view of the river. The hot tubs were a real highlight. As others have mentioned, the breakfast is excellent with plenty of choice. We also ate one night at the restaurant Varma which was just delicious.
Gabrielle
UK – January 2019
Great 2 night stay here. Highlights were the hot tubs outside and the restaurant. Excellent breakfast and dinner was the best lamb and artic chat that we’ve ever had! Magical place – such a treat to go outside in the cold and get into. 40 C / 100+ F hot tub.
Bryan
UK - November 2018

Við erum hér:

Kynntu þér nánar
Fréttir af okkur
UM OKKUR
Fyrsta flokks hótel í töfrandi umhverfi – aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Dýfðu þér í heitar náttúrulaugar, dekraðu við þig í mat og drykk og njóttu einstakrar náttúrfegurðar í rólegu umhverfi.
HAFA SAMBAND
Hverhamar, 810 Hveragerði
483 4959
8:00–23:00 (lau-sun, 8:00–20:00)
info@frostandfire.is
Við svörum innan sólarhrings
© Frost & Fire Hotel. All Rights Reserved.